Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Það gekk sjúklega vel á tónleikunum í gær. HELLVAR er orðið gott band, bara. Tölvan var í brjáluðu stuði, og við líka. Ég dansaði smá á 12 cm. hælunum og það slapp alveg, datt ekkert eða neitt. 2 íslendingar mættu, svo var fólk frá Noregi, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, og Bretlandi. Nokkuð góð dreyfing á hin ýmsustu Evrópulönd. Kynntumst líka strák og stelpu frá New York sem ætla að vera vinir okkar og skiptast á plötum og tónlist. Þau koma í heimsókn eftir skóla á morgun, föstudag. Gaman að því að vera búin að eignast tónlistarvini, þau elska sko Sonic Youth og My bloody Valentine og allt hitt stöffið sem ég fíla, og ég hlakka til að fá þau í heimsókn. Fékk gefins röntgenmynd af lungunum mínum áðan, þau eru hrein og fín með engum blettum. Fór líka í matarofnæmispróf, reyndist ekki með ofnæmi fyrir neinum mat, en þau tékkuðu ekki á gerofnæmi. Það var einhverra hluta vegna ekki hægt. Svo ástand mitt er ennþá fullkomlega óútskýrt. Ég er slöpp og veit ekki af hverju. Ætla að skella mér í sund á morgun, viss um að þá lagast allt.

Engin ummæli: