Leita í þessu bloggi

föstudagur, apríl 08, 2005

hef tekið þá ákvörðun að vera bara slöpp heima, í stað þess að vera slöpp úti að gera eitthvað. svo núna er ég bara veik, og rétt svo nenni að vera vakandi. ætla aðeins út í hraðbanka og svo í búð á eftir, en það er allt í 3 min. fjarlægð frá heimili, svo það er ekkert ferðalag. elvar er búinn að hjúkra mér, gaf mér te áðan, og eldaði mat í gær, og er nú búinn að eyða tveim tímum í að hita vatn í kötlum og pottum til að fylla baðkarið, svo við komumst í bað. já, það kemur ekkert heitt vatn úr krönunum. vitum ekki afhverju. en ég ætla að fara að lesa eða eitthvað, bara búin að hanga í tölvunni í allan dag. HELLVAR spilar næsta miðvikudag, þá verð ég að vera orðin hress og í stuði. skólinn byrjar líka á mánudagsmorgunn. hef helgina til að laga mig...

Engin ummæli: