Leita í þessu bloggi

sunnudagur, apríl 10, 2005

Ég er búin að vera afar dugleg að horfa á bíómyndir alla helgina. Verst að þær voru flestar í sjónvarpinu, og döbbaðar á þýsku, þannig að ég naut þeirra ekki sem skildi. En lærði líklega aðeins þýsku á þessu. Þetta eru myndirnar sem ég sá um helgina: Lima: 127 daga hræðsla, (veit ekki hvað hún heitir á frummálinu, þetta er þýðing á þýska nafninu), Rocky II, Blade II, Bourne Supremicy (reyndar á ensku, tókum DVD). Rocky II ber höfuð og herðar yfir allar hinar myndirnar. Blade var alveg ok, Lima áhugaverð því hún byggir á sannsögulegum atburðum, fjallar um frelsisher í frumskógum Perú sem hertekur japanska sendiráðið í 127 daga. Held þetta hafi gerst kringum 1995 eða 1996. Bourne Supremicy var rusl, samt gerðist hún að hluta til í Berlín, bara ótrúlega leiðinleg mynd, og samt sú eina sem ég horfði á á ensku.
Hef myndað mér kenningu um þetta: Stundum eru hlutir betri ef maður skilur þá ekki fullkomlega. Ef maður horfir á la-la mynd á þýsku og skilur rúmlega helming, getur hún verið bara fín. Ef maður horfir á sömu mynd og skilur allt er hún glötuð.
Þetta er hægt að yfirfæra á flest. Meðan ég skildi bara smá í Heimspeki af því sem ég las, náði bara einu og einu, þá fannst mér heimspeki æði, og þá bara rúlluðu ritgerðirnar út úr mér eins og rúllandi steinar. En um leið og ég get gert (og geri)þá kröfu til mín að skilja kenningar sem ég er að lesa til fullnustu, þá verður þetta bara leiðinlegt og óspennandi. Það er eins og Heimspeki missi sjarmann þegar maður veit nákvæmlega hvert hún er að fara. Eins og með hljómborð sem er soldið lélegt en maður kann ekkert á, þá er það rosa spennandi og maður semur fullt af lögum. Svo lærir maður á það og þá heyrir maður hversu glatað það er.

Engin ummæli: