Leita í þessu bloggi

föstudagur, apríl 29, 2005

hja, ég skal segja'ykkur það. Það er bara kominn föstudagur, enn á ný, og ég tók nú bara satt að segja ekkert eftir því hvernig vikan leið. Ég er líka komin á fullt í skólanum. Búin að vera að mæta hér og þar í hina og þessa tíma, til að ákveða hverju ég vilji vera í á lokasprettinum hér. Ég fór t.d. í Dómkirkjuna í gær í tíma sem bar hið skemmtilega nafn: "Hvað er Maðurinn, -um eðli og náttúru mannsins". Það er kathólskur prestur og guðfræðingur/heispekingur sem kennir, og er hann víst nýbúinn að gera bók og annar kennari minn mælti með þessu. Ég er sko í tíma sem heitir: "Kant über die Frage: 'Was ist der Mensch?'",(Kant svarar spurninunni hvað er maðurinn) og mig langaði dáldið að bera Kant saman við kathólsku kirkjuna. En...ég get svarið fyrir það, ég skildi ekki orð! Það var eins og þessi tími færi ekki fram á þýsku. Ég, sem er farin að skilja sirka hvað fer fram í mörgum heimspekitímum, var slegin út af laginu með kathólska lingó-inu. Svo ég bara sat og teiknaði og skrifaði texta og svona klassískt bara. Veit ekkert meira um Manninn í dag en í gær. Gef þessu sjéns í næstu viku.
Annars er ég að lesa Dagbók Önnu Frank á þýsku. Hef aldrei lesið hana áður, svo þetta er þrekvirki mikið fyrir mig. Nú er ég orðin spennt á þýsku í fyrsta skiptið!

Engin ummæli: