Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Nú hefur þessi bloggsíða mín skilað raunverulegum árangri í að gera líf mitt betra. Fékk ábendingu í kommenti um að fá mér TomYam-súpu, sem ég og gerði, og nú hef ég fengið mér aftur því hún er svo góð!!! Ég hef ánetjast TomYam-súpu!!!! Það er líklega ódýrsta og hollasta fíkn sem hægt er að verða sér út um, allavega hér í Berlín. Á lókal taistaðnum borga ég 2 evrur fyrir ábyggilega bestu TomYam í heimi. Ég trúi allavega ekki að þær séu til mikið betri, því þessi er dásamleg! Kjúklingar og sítrónugras og alls kyns grænmeti í henni...Ég segi nú bara takk fyrir mig og verði ykkur að góðu. Vona að það sé til TomYam-súpa á Íslandi og að hún kosti ekki eitthvað svona eins og 900kall eða eitthvað. Þetta er eitthvað sem ég kem til með að sakna héðan, og lika önnur tegund af súpu. Sú er frá Tyrklandi og heitir Mercimek. Það er linsubaunasúpa, og alveg hreint ótrúlega hressandi, fæst á betri Imbissum hér í bæ. Framandi súpur, það er málið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli