Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, apríl 07, 2005

ofnæmispróf sem ég fór í leiddi í ljós að ég væri með ofnæmi fyrir 4 tegundum af grasi/grösum og einhverjum trjágróðri. Þetta er að hafa gífurleg áhrif á mig nú í vorinu, þegar þessar plöntur eru að senda frá sér lífsmark út´í vindinn. Ég er skjálfandi af kulda i hlýjum vindinum, og með ljósfælin bólgin augu, og smá hausverk og eitthvað fleirra gúmmolaði. Fer aftur í fyrramálið til Pönkdoktorsins Barböru, og munu e.t.v. fleirri rannsóknir gerðar á mér. Hirti reiðhjól úr "freeboxi", en það er svona staður sem fólk lætur það sem það notar ekki lengur,(oft föt og húsgögn), og svo bara má maður taka það sem maður vill. Melli hélt reiðhjólaviðgerðardag í dag, og þar gerði ég heilt hjól upp, með hans hjálp!!!! Fengum svo að skreppa í gufubaðið sem er að finna uppi undir þaki hjá pönkurunum hans Mella. Það var gott, anda aðeins léttar. Er núna að spá í að leggja mig, og vakna svo glöð og kát og skella mér í læknisskoðun.

Engin ummæli: