Leita í þessu bloggi

mánudagur, apríl 04, 2005

Var að uppgötva Steely Dan, váááááá!
Man eftir að hafa átt samræður við Arnar Eggert Thoroddssen um þetta ágæta band, þar sem hann var að lýsa indislegheitum og ég bara var ekki einu sinni að átta mig á því hvaða band þetta var. En núna hef ég áttað mig svo um munar. Sko, 2 hittlögin þeirra eru síst að mínu mati: "Ricky don't lose that number" og "Back Jack and do it again", en öll hin sem ég hef heyrt, þetta er sniiiiiiiiiiilld. Minnir mig á þegar ég var bara ponsulítil stelpa og heyrði í kanaútvarpinu hjá pabba og mömmu, þetta er svona ekta stöff sem var spilað þar. Ef ég ætti að þurfa að lýsa tónlistinni, finnst mér þetta vera popprokk með fjúsjón- og progrokkáhrifum. Hvers lags fríkíblanda er það? Veit ekki,....stundum eru líka Crosby, Stills, Nash og Young-raddanir. Vá, bara þeir sem eru forvitnir, tékkið á Steely Dan NÚNA!

Engin ummæli: