Leita í þessu bloggi

mánudagur, maí 23, 2005

Nú, ég er heppnasta stelpa í heimi. Þekki strák sem er í hljómsveit sem er að spila á tónlistarhátíðinni Primavera-festival sem er rétt hjá Barcelona, og þar er rosa mikið undergránd og ekki meinstrím, og hann reddaði passa fyrir mig!! Ég borga því farið frá Berlín til Barcel. og gisti ókeypis hjá kunningjum, og fer ókeypis á hátíðina föstud. og laugardag í næstu viku. OG SONIC YOUTH SPILA ÞAR! Ég hef sko aldregi séð þetta band, og nú fæ ég fyrst tækifæri og þá mörg á sama ári. Oooo hvað ég er heppin. Nú er bara að nota ferðina, er á leið í búð að kaupa brennanlega diska og svo fer ég bara til Spánar vopnuð HELLVAR-demóum. Takk, Franck (ef þú ert að lesa, en þú skilur ekki íslensku svo það skiptir ekki máli, hahahah). Fer á miðvikud.25/5 kem mánud.30/5. Ætla að sjá eins mikið af góðum sveitum og ég get. Meðal annars eru American Music Club, Erase Errata, M83, Gang of four, Piano Magic (sem Franck er í), Tortoise, Human League (sá þau í Höllinni '82), Iggi and the Stooges, og Psycic TV með Genesis P.Orridge (kynskiptingnum sem er með gulltennur og brjóst í stíl við konuna sína...) Jahérna hér, ótrúlega hressandi. Þess má geta að ég fór síðast á tónlistarhátíð árið 2000, á Hróarskeldu, og það ringdi allan tímann. Wish me luck!

Engin ummæli: