Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, maí 04, 2005

Verð að reyna að skrifa blogg á hverjum degi, því sjálfri finnst mér svo gaman að geta lesið ný blogg vina og kunningja með morgunteinu mínu hvern morgunn. Virðist samt bara vera slatti að gera hjá mér, allavega næ ég einhvern vegin ekki að skrifa hér nema annan hvern dag. Skóli alla daga nema föstudaga, bæði þýska og heimspeki. Tónleikar næsta laugardag, akkústískt sett. Klúbburinn heitir Kohlenquelle og er á Kopenhagener Str. 16. Vorum að æfa fyrir það áðan, og þetta hljómar vel. Elvar kemur með flott innpút í þessi nýju lög mín. Hlakka til. En það eru líka tónleikar á föstudaginn: Kippi Kaninus og Mugison spila á Magnet-Club. ÞAÐ verða sko góðir tónleikar. Ha, ég er alveg að tryllast úr spenningi, enda þeir Kippa-tónleikar sem ég hef séð alveg frábærir, og Mugison hef ég enn bara séð í sjónvarpi, og þá var það bara sjúklegt. Ég er svo mikill tónleikafari eitthvað í mér. Það er uppáhaldsupplyftingin mín að fara á góða tónleika í góðra vina hóp. Árið 2005 er greinilega ár tónleikanna fyrir mig, því ég held að ég nái loks að sjá Sonic Youth spila. Þeir eru á festivali sem heitir Primavera, rétt í útjaðri Barcelona, í lok maimánaðar. Þar er líka Franck vinur minn að spila með hljómsveit sinni Piano Magic, og hann ætlar að reyna að redda mér ókeypis á festivalið. Ég og Melli húkkum okkur svo far þangað, og fáum að gista frítt hjá vinum Mella. Þá er kostnaðurinn kominn í lágmark, bara það sem ég þarf að borða á meðan á ferðinni stendur. Ohhh, hvað tónleikar eru nú fínn hlutur.

Engin ummæli: