Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, júní 23, 2005
í dag var slatta heitt svo við fengum þá snjöllu hugmynd að fara út að einhverju vatni og ímynda okkur að við værum á ströndinni. gerðum ráð fyrir svona einum og hálfum tíma í ferðatíma og fórum því ekkert af stað fyrr en eftir dúk og disk eða sirka tuttugumínúturyfirtvö. en ferðin tók 3 tíma með allskyns farartækjum, því ein lestin fer bara á klukkutímafresti og við náttúrulega vissum ekkert um það. vorum, svei mér þá, bara komin upp í sveit, ég sá allavega beljur á beit og það er þokkalega sveitó. komum loks niður að vatninu og ég fór í panik yfir að klukkan væri orðin rúmlega fimm og ég ekki byrjuð í sólbaði. hafði verulegar áhyggjur af því að ég yrði kannski ekki brún þennan daginn. svona týpískt "íslendingur í útlöndum sem ætlar sér sko aldeilis að nota sólina"-heilkenni. en þegar niður að vatninu kom, (þurftum að ganga í gegnum skóg, sem vatnið er ínní) var einmitt lítil sól á jörðu, því hún var byrjuð að lækka smá og tréin voru því að búa til skugga á jörðinni, og ég alveg brjáluð út í tréin. lagðist samt á einn sólarblettinn og þrjóskaðist við, og þurfti að færa teppið á 5 mínútna fresti, til að elta sólina. á meðan fékk elvar sér sundsprett í vatninu, og skemmti sér voða vel við að horfa á aðfarir mínar við sólardýrkunina. að lokum var honum nóg boðin vitleysan og tók sig til og fann rjóður í skóginum, og fluttum við okkur þangað. upp frá því var sólbaðið alveg dásamlegt, og hugvit elvars hefur líklega bjargað mér frá sturlun. í rjóðrinu vorum við alein og yfirgefin og þar sem ég var líka með gul gleraugu, leið mér nákvæmlega eins og við værum föst í einhverri afar listrænni seventísmynd. par í skóginum, að lesa strindberg og nietzsche, guli effektinn á öllu. svo gáfumst við upp og rétt svo rötuðum út úr skóginum aftur, og komum heim bara ekki fyrr en hálf-ellefu eða eitthvað. meira ævintýrið, ha. held ég fari bara út í bakgarð í sólbað með nietzsche á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli