Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, júní 21, 2005
þetta er ótrúlegt, ég bara man ekki hvenær ég fór í fýlu síðast, það er svo langt síðan. Bara með því að ákveða svona fyrir sig á hverjum morgni að reyna að halda ró sinni og ekki panikka sama hvað, er ég búin að vera í góðu skapi lengi lengi lengi, og það er ekkert lát á. Skulda fullt af pén. í hin og þessi málefni, og ritgerðirnar mínar bara mjakast á hraða snigilsins (en mjakast samt auðvitað) og það er bara allt í lagi. Mér gæti ekki verið meira sama. Það er ekkert betra að vera blankur og líka í fýlu í ofanálag. Eða að vera að skrópa pínu uppi á bókasafni og vera svo ónýtur af samviskubiti líka...Vá, ég trúi varla að ég sé svona róleg og afslöppuð með þetta allt, en jújú, ég sver að ég er það. Svo er bara gaman. Spilum á tónleikum á morgun og á föstudag. 2 þýskir strákar sem eru að útskrifast úr upptökuskóla vilja taka upp eitt lag með okkur sem hluta af lokaverkefninu sínu. Þeir voru hér í kvöldkaffi áðan. Skemmtilegt. Toffi frændi kom í heimsókn um helgina og við gerðum helling. Skemmtilegt. Sá Peaches dj-á laugardag og hún spilaði uppáhaldslagið mitt með Bauhaus (Bela Lukosi's dead) Skemmtilegt! Júhú, nú er þessi síða bara að standa undir nafni. Gaman! Ég er soldið klikk og er bara að hugsa um að fara að halla mér. Skemmtilegt! Sjáumst síðar. Vúhú. (Já og P.S.:The Great Destroyer með Low er besta plata sem ég hef heyrt síðan Loveless með My bloody valentine...)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli