Leita í þessu bloggi
föstudagur, júní 10, 2005
Nú er komið að því. ég massa dáldið lærdóm um helgina, og þá lítur þetta allt betur út á mánudag. það er bara búið að vera ótrúlega mikið að gera í spilamennsku og svona. Bartek vinur okkar frá Póllandi kom í heimsókn í gær með kassa af prins póló og austurevrópst rauðvín, undarlegt en satt þá bragðaðist þetta rosa vel saman, þótt vínið eitt og sér væri eins og edik...Hann er að vinna í Gyðingasafninu hér í borg og bauð okkur að koma ókeypis, svo við skellum okkur í þetta safn á eftir. Fyrst smá skrif í þessa tölvublessun, og þá er samviskan friðuð. Helgin verður því miður notuð eingöngu til lærdóms, svo engir skemmtilegir tónleikar hjá öllu hressa fólkinu frá nýja-sjálandi sem við erum búin að kynnast og vilja endilega bjóða okkur á giggin sín um helgina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli