Leita í þessu bloggi
sunnudagur, júní 12, 2005
Fórum í Viktoriapark í Kroizberg í gær. Sá garður státar af fjallinu Kroizberg sem hverfið heitir eftir. "Fjallið" er 66 metrar, og "klifum" við það samviskulega. Þetta mun vera hæsti punktur Berlínar, að mannvirkjum undanskildum. Þetta var ósköp notalegt, og garðurinn sjálfur er mjög flottur. Var friðaður kringum 1920 og er fullur af litlum stígum sem hverfa milli trjánna, og fossum og vatnsuppsprettum, og gömlum steinhleðslum og allskonar flottu bara. Ráfuðum aðeins þarna um, og fundum okkur svo hræódýra ítalska matstofu sem sá okkur fyrir kvöldmat. Síðan héldum við heim og horfðum á Formúlu1 tímatöku, ég sofnaði í sófanum. Keppnin sjálf á eftir, í kvöld þ.e.a.s. Gefur mér smá tíma til að læra, en ég lærði líka í gær. Tók tvo tíma í þýska málfræði, og er nú helvíti sleip í óbeinni ræðu (indirekt rede) og framtíð (sem er búin til með werde+nafnhætti af sögninni aftast). Málfræði sjálfviljug á laugardegi? Allt getur greinilega gerst. Í dag legst ég yfir valda kafla úr Schelling, Heidegger og Nietzsche og þá er helgin aftur búin. Líklega ekkert spilirí með tilheyrandi sándtékkum og róti og fíneríi í þessari viku, svo maður ætti að geta gert skurk í skóla. Skráði mig í þetta Skemmtilegt fyrir mixdiska-aðdáendur. Enginn frá Íslandi hefur tekið þátt fyrr, svo nú er um að gera fyrir fólk sem vill hafa áhrif á annað fólk í heiminum að skrá sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli