Leita í þessu bloggi

mánudagur, júlí 25, 2005

aftur komin í sveitasæluna á laugarvatni. það er ekkert lát á hita og sól og allir orðnir mjög dökkir á hörund. það er fyndið að koma heim frá þýskalandi til íslands og byrja á því að ná sér í brúnkuna sem ekki náðist í í berlín sökum rigninga. maggi og anna komu í heimsókn á laugarvatn í gær, og við færðum grillið niður að vatni og grilluðum hamborgara fyrir utan gufubaðið. við erum farandsverkagrillarar.

Engin ummæli: