Leita í þessu bloggi
laugardagur, júlí 23, 2005
Jáh, ég sit hér og horfi yfir borgina í kvöldsólinni. Er að bíða eftir að klukkan verði tíumínúturyfirtíu og Næturvörðurinn fari í loftið, enn á ný. Ég ætla að vera með velkomið-þema, bjóða fólk velkomið að viðtækjunum með því að spila lög sem innihalda orðin velkomin(n), welcome, wilkommen, og bienvenu. Ef lesendur mínir sjá þetta í tíma, þá geta þeir sent póst á 123 at ruv.is og komið með uppástungur að lögum. Annars er ég bara pínu stressuð, vona að öll tæknimál rifjist upp fyrir mér jafnóðum, en það hlýtur bara að vera. Partýzone-gæjarnir eru í geggjuðu stuði að vanda. Ég er glöð að vera að byrja aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli