Leita í þessu bloggi

föstudagur, júlí 29, 2005

Fjúúú, hvað ég er mikil borgarstelpa í mér. Reykjavík er bara svo skemmtilegt. Það er meira að segja gaman að vera á röltinu í útréttingum í Reykjavík. Semja um skuldir, algjört stuð. Borga reikninga, ýkt gaman. Svo er fullt af skemmtilegum tónleikum á Innipúkanum framundan. Óliver að hanga með okkur hér í bænum. Vonandi fílar hann Cat Power og Blonde Redhead og svona. Ætlum bara að þvælast og sjá til hvernig stemmingin verður. Þátturinn minn er frá 1o annað kvöld, til 0300 um nóttina. Ég og Snorri erum frá 2200 til miðnættis, svo tek ég yfir. Þemað er sem fyrr segir kveðjur í ýmsum myndum: Good-morning, -day, -evening, -night, Goodbye, Hello,So long, Hey,...o.s.frv.

Engin ummæli: