Leita í þessu bloggi

föstudagur, júlí 08, 2005

Ég er komin heim til Íslands, en er ekkert búin að fara út ennþá. Bara hlaupa úr flugvél í bíl, og úr bíl og inn í hús. Veit ekki hvort ég þori...Verð nú að taka smá labb og þefa af íslensku súrefni. Vatnið er ekkert búið að versna. Bensínlítrinn hækkaði. Mjólk er enn hægt að fá á mun lægra verði en í Berlín, en mér skilst að restin af mat sé samt dýrari. Óliver er guðdómlegur. Hann svaf á milli okkar í nótt og vakti okkur með hinni óbrigðulu setningu: ,,Mamma þú mátt koma á fætur núna, sjáðu, (dregur gardínu frá glugga), það er ekki nótt lengur". Ég er enn að fatta að við erum flutt til baka, líður eins og ég sé bara að stoppa í viku. En þetta kemur...verð að fara í labbitúr, þá slettist raunveruleikinn í formi rigningar og kulda framan í mig.

Engin ummæli: