Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Íbúðinni skilað í gær, og ekki laust við að ég sakni Belforterstrasse 18. Fengum inni hjá vini okkar frá Póllandi sem heitir Bartek, og hann, eins og allir aðrir Pólverjar sem ég hef kynnst, er fáránlega gestrisinn. Hann tók ekki annað í mál en að leifa okkur að sofa í fína rúminu sínu, og sefur sjálfur hjá vini sínum. Svo ætlar hann að elda pólska veislumáltíð fyrir okkur annað kvöld, mmm hlakka til. Erum að fara í stúdíó núna á eftir, þýski vinur okkar hann Tobias ætlar að nota okkur sem lokaverkefni í upptökuskólanum sínum. Var svo búin áðí í gær eftir annað moskítóbit og antíofnæmispillu, að ég gat varla labbað. Reyndi að labba en gafst upp. Elvar fór því einn á tónleika vina okkar, og þar var kalifornísk hljómsveit líka að spila. Þeim vantar trommara í tónleikaferðinni sinni, og treysta þau alltaf á að finna einn sem spilar á trommur á hverjum stað. Sá sem hafði boðist til tromms í gær kláraði batteríin í tveimur lögum, og þau spurðu því yfir hóp tónleikagestanna hvort einhver spilaði á trommur. Elvar bauð sig fram, og spilaði restina af gigginu með þeim, allt lög sem hann hafði aldrei heyrt áður!!! Þau gáfu honum disk og bol að launum, og voru hæstánægð með framistöðuna. Hljómsveitin heitir Cancel. Gamanaþessu.
Hellvar spilar á Hotelbar, Zionskierchestr. 5 í kvöld. Hellvar spielt am Hotelbar heute Abend. Hellvar plays tonight in Hotelbar

Engin ummæli: