Leita í þessu bloggi

föstudagur, ágúst 19, 2005

Ég elska lífið. Það er eitthvað svo mikið að gerast og gera þessa daganna, og virðist ganga bara þokkalega. Tónleikar, ritgerðir, vinna, alveg að fara að flytja í nýja íbúð sem þarf að mála og svona. Það er nóg að gera, en ég er samt ekkert áhyggjufull, bara með svona spenningsskordýr í maganum, er líka að sækja um hina og þessa vinnuna í rólegheitum. Þetta er svo spennandi allt. Ég er líka orðinn heimsmeistari í húkki, húkka far landshlutanna á milli. Mæli með myndinni "Even cowgirls get the blues" fyrir fólk sem hefur gaman af að húkka far. Fjallar um stúlku sem fæðist með ofvaxinn þumal, alveg risastórann, og hún er best af öllum í að húkka far. Þessi mynd fékk einu sinni hauskúpu í Pressunni, svo ég dreif mig (hef svo gaman að lélegum myndum) og svo var hún bara svo léleg að hún var frábær. Eftirminnileg fyrir vikið. Sonic Youth komu nú ekki í gufubað á Laugarvatni, eins og ég var að vona, en þau koma bara næst. Tónleikarnir þeirra virkuðu eins og vítamínsprauta í rassinn á mér. Ég er svakalega hress. Svo gengur mér ofsa vel að vakna snemma á morgnanna. Kannski er ég bara manísk.

Engin ummæli: