Leita í þessu bloggi
mánudagur, ágúst 22, 2005
dagarnir fljúga áfram, ritgerðarnar kroppast. í fullkomnum heimi myndi ég taka hlé á öllu öðru og ljúka þeim, en það er í svo mörg horn að líta. vinna í gufubaði, vinna í útvarpi, redda leikskólaplássi, redda mér skemmtilegri vinnu með útvarpi í haust, spila smá á tónleikum, reyna yfir höfuð að koma sér í kreatívagírinn sem við vorum í í berlín. þetta hefst allt, sko íbúðin er fundin, bráðum bankar einhver frábær vinna uppá hjá mér, svo kemur leikskólapláss fljúgandi, og svo bara skrifa ég ritgerðaafgangana á eins og 2 dögum eða eitthvað. Komið. Hellvar spilar á Grandrokki ásamt Dýrðinni og Vonbrigðum næsta föstudag, 26/8. 500-kall inn, hús opnar 2200, tónleikar hefjast 2300.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli