Leita í þessu bloggi

föstudagur, ágúst 26, 2005

Jæja, þetta er bæjardagur, svo ég er búin að vera á þeytingi um allt. Fór fyrst að undirbúa þátt um atvinnugreinar fyrir morgundaginn (já, Bjössi á Mjólkurbílnum er með). Hugmyndir að lögum í þemað vel þegnar, hér að neðan í kommentakerfið. Síðan labbaði ég löngu leiðina til Magga Strump upp í Síðumúla, og náði í flæ-era. Strætó á Hlemm, gekk niður Laugaveg og dreifði. Er á Kaffi Hljómalind, á nokkra flæ-era eftir, og þegar möndlukakan er upp urin og jasmínuteið er drukkið mun ég klára að dreifa miðunum. Sándtékkum svo á eftir. Grandrokk opnar 2200 og fyrsta band, Vonbrigði, á svið klukkan ellefu, stundvíslega. Ef þú getur réttlætt það að sökum fullkomra blankheita eigir þú að vera á gestalista, skaltu senda mér sms í síma 6986638 með upplýsingum um þig, og ég set þig þar. Ef þú átt hins vegar pjéning, þá kostar 500kall inn, og mun það vera ákaflega sanngjarn verð fyrir Vonbrigði, Hellvar og Dýrðina. leiter skeiter

Engin ummæli: