Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
ég man ég hugsaði eitthvað í gær, en það er alveg dottið út. svo ég sleppi líklegast bara að skrifa það. Fór á Tjaldó og fékk mér Laugarvatnskaffi (kaffi með ís útí) og Bláskógarborgara (hamb. með rauðlauk, beikoni osti og gráðostasósu). Sannkallað laugvetnískt sælkerafæði. Lærði helling þarna á Tjaldó, og þeir opna 11, svo ég er að spá í að rölta aftur þangað og klára Heidegger-ritgerðina. Náði meira að segja að tengja Bruce Springsteen við Heidegger, svo mikill var sköpunarkrafturinn í gærmorgunn. Skólarnir voru að byrja hér, og í tilefni að því var mikill ratleikur fyrir nýnema Menntaskólans. Ég var í gufunni í allan gærdag og kvöld, og varð því á korters fresti í nokkra tíma var við hóp af unglingum sem spurðu mig undarlegra spurninga eins og "Hefur nokkur falið blað ofaní gufuhvernum?" og "Hvernig gufubað er þetta?". Þá var blaðið umspurða falið við hlið öskutunna fyrir utan, og þar átti að svara því hvernig gufa væri á laugarvatni (Náttúruleg, byggð ofaná hver) og svo voru þau beðin um að botna einhverja vísu sem ég hef aldrei heyrt áður. Ég hvatti þau til dáða, og sagði þeim að semja bara sjálf seinnipart. Þetta lífgaði heilmikið upp á daginn, og svo kom 25 manna hópur og dásamaði allt og alla, og kaffið og mig og svifu alsæl út úr gufubaði og inn á veitingastaðinn Lindina. Góður dagur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli