Leita í þessu bloggi

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Lína langsokkur hafði rétt fyrir sér. það er alls kyns skemmtilegt dót og fólk og þannig út um allt, en maður finnur það bara ef maður er opinn fyrir því, og tilbúinn í einhver ævintýri. Einu sinni hélt ég að það væru meiri ævintýri og óvæntar uppákomur í t.d. París en í Reykjavík, en ég er komin á aðra skoðun. það eru nákvæmlega jafnmörg ævintýri alls staðar, maður þarf bara að vilja finna þau. Eins og í dag, þá heyrði ég rússneskt diskó út úr einu húsi, og labbaði soldið lengra og þá heyrði ég einhvern vera að æfa sig að spila á greiðu út um glugga í öðru húsi. svo fann ég fallega spennu liggjandi á jörðinni, og svo hitti ég tvo stráka á svona unglingafylleríi, og þeir voru rosa fyndnir og annar var með appelsínugular linsur í augunum. svo talaði ég um sci-fi og pólitík á kaffihúsi, og rambaði á eina útitónleika, og sá sýninguna í kling og bang (ási og gunnhildur...allgjört æði), og svo....bara þetta er endalaust, ef maður hefur augun hjá sér. Lína langsokkur fann bæði perlufesti og spennandi bók, en Anna og Tommi fundu ekkert, því þau voru viss um að þau myndu ekkert finna. Hehehehehe, ég er búin að ná þessu. Snilld!!!!!

Engin ummæli: