Leita í þessu bloggi
föstudagur, ágúst 12, 2005
vúhú, fengum íbúð!!! Þetta gekk ævintýralega hratt og vel fyrir sig. það er merkilegt hvað allt gengur vel og fallega hjá okkur. Við búum á Grandavegi 39 frá og með næstu mánaðarmótum, rétt hjá sjónum, rétt hjá jl-húsinu, (krónan er þar), rétt hjá vesturbæjarlauginni, rétt hjá þjóðarbókhlöðunni. Í vesturbænum, þar sem fólk heilsast á götum úti, og gott er að vera. jesssss, ég er svo glöð. verið að skipta um invols á baðherbergi, svo verður smá sýslað í að laga nokkur perustæði, og í lok mánaðarins megum við mála eins og við viljum. Held að það verði nú bara antikhvítt út um allt, en annars var mamma að koma með hugmynd að því að velja mediterranian litablöndu á eldhúsveggi, því það snýr í norður, og norðursólin er svo köld að það verða að vera smá hlýjir litir þar inni. hún seldi mér þetta gjörsamlega, greinilega góður innanhúshönnuður þar á ferð. býð bara eftir að hún sýni elvari bókina sem hún sýndi mér, og segi 2-3 vel valdar hönnunarlegar setningar við hann líka, og þá verður alveg ábyggilega miðjarðarhafsstemming í eldhúsi grandavegs 39!!! mamma snillingur. ég hef rosa góða tilfinningu í maganum, að vera nú ekki lengur húsnæðislaus í haust, heldur bara hálf-atvinnulaus (allavega virka daga). koma svo, redda mér vinnu í haust. ég kann mörg tungumál, er nokkuð skörp, fremur lagleg, vel tennt, prýðilega máli farin, lykta vel, og svo er ég svo fyndin..............hahahahhahahah
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli