Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, september 27, 2005

Það er mjög undarlegt líf að vera svona mikið í vinnunni. Ég er náttúrulega búin að vera í allt öðru vísi rythma undanfarin tvö ár eða svo, sem háskólastúdent með smá aukavinnu í útvarpi, og svo náttúrulega að gera tónlist, spila tónlist, flytja tónlist o.s.frv. En í dag er ég blaðakona á Blaðinu, og Útvarpskona á Rás 2, og svo hef ég ponsupínkulítinn aukatíma fyrir tónlist, þegar ég er ekki of þreytt eða búin á því. Lífið eftir vinnu reynist vera hálflamað og felst soldið í því að elda, borða, lesa, svæfa og sofna yfir sjónvarpinu eða bók. Held samt að rútínan eigi eftir að verða meiri, þannig að ég verði fljótari að vinna vinnuna mína, og geti því átt aðeins meiri tíma fyrir mig, (að gera tónlist, meina ég). Ég byrjaði í 2 nýjum vinnum sama hálfa mánuðinn, svo það er nú eðlilegt að maður sé smá lúinn, ha. En þetta er allt að koma, og svo er bara að skipuleggja sig vel. Það er allavega aldrei leiðinlegt hjá mér á daginn, og tíminn þýtur áfram. Lífið eftir vinnu verður kannski betra þegar hausinn hættir að slökkva á sér klukkan 10. Annars fór ég í skemmtilegt afmæli hjá Dagbjarti Óla á sunnudag, en missti af afmæli hjá Nico í staðinn. Við kíktum líka út að leika og labba og þvælast með Bíbí, Níkó og tvíburum á laugardag, svo helgin var alveg prýðileg. Mig langar í bíó bráðum, ekki á barnamynd heldur fullorðins. Með Elvari, bara tvö...ooo það gæti kannski gerst í næstu viku. Óver end át.

Engin ummæli: