Leita í þessu bloggi

föstudagur, september 23, 2005

Ég var klukkuð, og það í rafrænu formi. Hef ekki verið klukkuð síðan í einhverjum leikjum í barnaskóla, sem hétu undarlegum nöfnum sem höfðu ekkert með innihald leiksins að gera (dæmi: Stórfiskaleikur, engir stórir fiskar í honum). Eeeeen, ég er á hlaupum svo ég ætla að demba mér í að koma með 5 staðreindir um mig sjálfa:

1)Fór á Kalla og Sælgætisgerðina, og brosti svo mikið að ég fékk harðsperrur í munnvikin eftir myndina.
2)Ég elska barnamyndir í bíó, og fannst Kalli og svo frv. vera jafngóð og síðasta Harry Potter-myndin sem var svo góð að ég fór aftur í bíó á hana daginn eftir að ég fór á hana í fyrsta skipti.
3)Ég er með vöðvabólgu, líklega af álagi, en hef ekki tíma til að fara í jóga, sem ég þó veit að myndi lækna vöðvabólguna...catch22
4)Ég er að fara að syngja lag í stúdíói klukkan 4
5)Ég er svöng og langar í franskar, en fæ mér líklega bara kaffibolla og borða í kvöld.Á reyndar allt til að gera tailenskan grænmetisrétt, including ostrusósu......mmmmmmmm slefslef lyklaborðið er blautt af slefi.

Verð að þjóta, klukka hér með 2 sunnur: Skrudduhugssunnu (hahaha) og StaringattheSunnu (híhíhí)

Engin ummæli: