Leita í þessu bloggi

laugardagur, október 08, 2005

Þegar maður vinnur mikið fær maður líka meira útborgað en áður. Gallinn við þetta system er að maður er svo búinn á því að maður gerir ekkert skemmtilegt þótt maður eigi til þess peninga. En á föstudaginn hætti ég bara við að hlaupa á milli staða og fara í 2 tíma í eitt verkefni, og svo hlaupa í bankann og svo hlaupa í....(get my point) ... og bara fór í kringluna með það fyrir augum að kaupa mér mjúkt og hlýtt og nota það svo til að verða ekki aftur kvefuð og líða vel í íslenskum kulda. Keypti mér yndislega húfu, stórkostlega vettlinga, unaðslegan trefil, og svo ævintýraprinsessupils. Svo fór ég í hagkaup og keypti bómullarlitlustelpunaríur í minni stærð og mjúka loðna sokka. Fór svo heim og fór í náttföt og ný nærföt og mjúkuloðnusokkana og var inní restina af eftirmiðdeginum og allt kvöldið, öll mjúk og hlý. Drakk te, borðaði heilsufæði, lagði einn kapal, hlustaði smá á tónlist, aðeins á útvarpið, horfði svo á eina mynd með Óliver og Elvari öll undir sama teppi, með suðusúkkulaði frá Ingu ömmu. Sofnuðum svo hálf-ellefu. Allllllllllveg nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda. Enda vaknaði ég endurnærð og úthvíld uppúr átta í morgunn.

Engin ummæli: