Leita í þessu bloggi

sunnudagur, október 09, 2005

sif klukkaði mig, svo ég fæ annað tækifæri í 5 gagnslausar staðreyndir um mig:

1. Ég elska popppunkt, og reyndar öll svona spurningaspil sem ganga út á að geta svarað spurningum. Trivial, popppunktur, og líka finnst mér fimbulfamb, matador, hættuspilið og scrabble skemmtilegt. Mér finnst samt stundum leiðinlegt að tapa, en sjaldnar eftir að ég er orðin stærri, en það gerist enn.

2. Ég horfi alltaf á formúlu 1-kappaksturinn í sjónvarpinu.

3. Mig langar rooooosalega að eiga skjaldböku, mig hefur eiginlega alltaf langað í eina svoleiðis, og þá landskjaldböku, en ekki vatna.

4. Mig langar líka í flygil, og hef strengt þess heit að þegar ég verð orðin rík og á stórt hús einhvers staðar uppi í sveit í Englandi, ætla ég að hafa flygil í tónlistarherberginu.

5. Ég er með ofnæmi fyrir pensilíni.

Klukka núna Ingvarfyndna, Rassgathole, Johnnypoo, Djonní, og Doktorgunna

Engin ummæli: