Leita í þessu bloggi

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Það er vanmetið að gera ekkert, og því hef ég reynt að gera eins mikið af því og ég get um helgina. Helsti klæðnaður helgarinnar voru svo náttföt, helsta fæðan nammi og kökur, og svo voru tölvuleikir og sjónvarpsgláp meðalo þeirrar tómstundariðju sem helst var iðkuð. Niðurstaða helgarinnar: Smákökur eru bestar heimabakaðar, írar kunna að gera gott konfekt og viskí og breskir sjónvarpsþættir eru langfyndnastir. Nú ætla ég í astrixtölvuleik og að borða meiri smákökur og drekka celebes-kaffi og vera áfram í náttfötunum í smátíma í viðbót.....

Engin ummæli: