Leita í þessu bloggi

sunnudagur, nóvember 13, 2005

léttur þáttur gekk vel, mér fannst gaman að spila léttur í lundu með pónik og einari. viðlagið er nefnilega: gaman er að kom'í keflavík, kvöldin þar þau eru engu lík, og þá fór ég að sakna keflavíkur. langar að fara þangað og vera í smá tjilli. ég hef ekki fengið helgarfrí í heila helgi síðan í júlí, pæliði í því. tók mér frí á laugardaginn á airwaves, en þá var ég að skrifa um hátíðina og því á þeytingi milli allra staðanna og ekki mikið tjill í gangi. 4 og hálfur mánuður sem ég hef bara verið í fríi á sunnudögunum....Það fer nú kannski að koma að því að maður taki einn laugardagsþátt upp hmmmm...bara til að slaka á hreinlega, og gera ekkert.Lesa bækur mmmm, horfa á góða bíómynd, helst spennumynd, kveikja á kertum og vera undir teppi að ráða krossgátu, eða sudoku, leggja kapal...fara í yatzy eða tíuþúsund. allt hljómar þetta unaðslega akkúrat núna. ég verð að ná einni svona helgi í nóvember, það myndi líklega minnka aðeins streytuna. Annars heyri ég í veðrinu slá útvarpshúsið að utan, og best ég drífi mig þá heim að lúlla. vonandi fer bíllinn minn í gang án þess að ég þurfi að slá í startarann. hann er nú búinn að vera mjög stilltur í 3 daga, og ekkert þurft að lemja í hann. kannski er hann búinn að taka okkur, nýju eigendur sína, í sátt loksins, og sér að við erum gott fólk og því í lagi að fara bara möglulaust af stað þegar lyklinum er snúið. góða nótt.

Engin ummæli: