Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, desember 29, 2005
já, jólin er líklega búin, allavega að nafninu til, en það eru jú jól eins lengi og manni finnst vera jól. Aðalatriðið til að manni finnist enn vera jól er að hætta ekkert að borða konfekt og drekka jólaöl, og yfirhöfuð ekki borða hollan heilbrigðan heimilismat, heldur osta og paté og pylsur (ekki ss) og svoleiðis gúmmúlaði. Já það eru jól enn í huga mér. Það er jólakerti í eldhúsinu mínu, og ég fékk mér osta í morgunmat og ég er að lesa jólabók og það er ofsa gaman. Já,já.
laugardagur, desember 24, 2005
þriðjudagur, desember 20, 2005
Í keflavík gat ég keypt Mr.Goodbar og Dr.Pepper og er ég afskaplega hamingjusöm með það. Verð að segja að framandi hlutir sem erfitt er að nálgast eru helmingi betri á bragðið, og því er ég alltaf himinlifandi þegar ég fæ eitthvað súkkulaði sem er ekki til út um allt. Reyndar eru öll hnetusmjörssúkkulöð frábær, og það verður að teljast uppáhaldsnammið mitt. Svo finnst Gunna rótarbjór góður, og mér fannst það aldrei, en ég held að mér sé farið að þykja rótarbjór bara allt í lagi. Hlýtur að vera vegna þess hve erfitt er að fá hann. Dr. Pepper er þó uppáhaldsdrykkurinn núna. Væri samt alveg til í Cherry-Coke. Það er til í Englandi, ásamt hinu frábæra Lilt....Gosdrykkir eru skemmtilegur kúltúr, hver þjóð með sínar áherslur.Íslenska maltið t.d. miklu betra en það danska eða það þýska. Oj, þýskt malt! En í Þýskalandi er hægt að kaupa fullt af Tyrknesku nammi og gosi, vegna þess hve margir innflytjendur frá því landi hafa hreiðrað um sig. Þar sakna ég mest Turka-cola sem verður að teljast sá gosdrykkur sem ég hef smakkað sem er fríkaðastur. Hann er með blöndu af kókbragði, og reykelsisbragði, og það er nóg koffín í einni dollu til að hressa við fárveikan fíl. Það dugar oft ekkert minna á mig á veturna, þegar birtan er í lágmarki, og kuldinn að bíta. Eins og stendur er ég sokkin í kaffiþamb ótæpilegt, og núna í gær og fyrradag og þaráður voru það eitthvað um 10 bollar á dag!!!! Rugl, og ég er komin í svona 5 í dag, klukkan 2 þegar þetta er skrifað. Langar í kaffi núna,í von um að hressast aðeins...Líklega er það borin von, vantar smá Turka-cola í mig
þriðjudagur, desember 13, 2005
Jæja börnin mín. Næsta laugardag, 17. desember, er síðasti Næturvörður fyrir jól og þemað er því að sjálfsögðu....Jólasveinn eða Santa! Hvílík dýrð, hvílík dásemd, en þeir eru nú einmitt ekkert nema dásamlegir þessir jólasveinar. Þeir eru einmitt byrjaðir að gefa Óliver í skóinn, og í nótt kom Giljagaur með byssu og handjárn!!! Hann er nú meiri gaurinn þessi Giljagaur. Hugmyndir í þemað skilist hér að neðan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)