já, jólin er líklega búin, allavega að nafninu til, en það eru jú jól eins lengi og manni finnst vera jól. Aðalatriðið til að manni finnist enn vera jól er að hætta ekkert að borða konfekt og drekka jólaöl, og yfirhöfuð ekki borða hollan heilbrigðan heimilismat, heldur osta og paté og pylsur (ekki ss) og svoleiðis gúmmúlaði. Já það eru jól enn í huga mér. Það er jólakerti í eldhúsinu mínu, og ég fékk mér osta í morgunmat og ég er að lesa jólabók og það er ofsa gaman. Já,já.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli