Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, janúar 04, 2006
já heyriði mig nú! Gleðilegt nýtt ár 2006, segi ég nú bara. Það er alveg glatað þegar það er svo ægilega mikið að gera að bloggið bara gleymist. Mér finnst að það eigi aldrei að vera svo mikið að gera að maður geti ekki bloggað í smá tíma. Enda tekur það bara 3 mínútur, og mér finnst sjálfri svo gaman að lesa annarra blogg svo það ætti að vera nægjanleg ástæða fyrir mig til að uppfæra mína síðu. Annars hef ég lítið gert af því að liggja í leti og bora í nefið síðustu vikuna eða svo. Ég rétt slakaði aðeins á yfir jólin, en er annars búin að vera með annan fótinn á sýningu okkar í hljómsveitinni HELLVAR sem er í Sýningarrýminu Suðsuðvestur á Hafnargötu 22 í Keflavík. Þar hafa nú orðið til 14 eða 15 lög sem spanna frá 30 og eitthvað sekúndum upp í tæpar 9 mínútur. Öll mismunandi, öll skemmtileg, og mörg þeirra innihalda eitthvað sem einhver sýningargestur af götunni spilaði/öskraði inn eða kom með hugmynd sem fór í texta lagsins eða þannig. Slúttið á sýningunni, sem hefur verið síðan 17.12.2005, verður næsta föstudag, 6.1.2006 og hefst klukkan 18:00 og verður fram eftir. Þetta er búið að ganga meiriháttar vel, og á föstudaginn verður afraksturinn til sýnis/heyrnar, og sjálfsögðu verður hægt fyrir heppna 20 gesti, að kaupa verkið. Ég er farin að gera útvarpsþátt, og fæ mér kannski smá kaffi fyrst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli