Leita í þessu bloggi
sunnudagur, janúar 29, 2006
Eftir Ítalíuferðina er ég: -Ógeðslega löt og nenni ekki að hreyfa mig, -feit af öllum matnum sem ég borðaði, -orðin háð raunvínsglasi að kvöldi dags, -kolfallin á sælgætisbindindinu mínu, -komin með kaffiáfergjuna upp á nýtt og áður óþekkt stig... Sem sé: Ég er háð kaffi, rauðvíni og sætindum, ásamt því að borða ítalskan mat (á Ítalíu er hann reyndar bara kallaður ,,matur"). Highlightsin úr ferðinni eru: Tiramisuið á ríkufólksbarnum, Skátaforingjamamman (dulmál fyrir Mafíuna: Skátarnir) á vonda staðnum, St.Peturs-Basilikkan, Rauðvínið, labbið í kring um Vatíkanið, sjónvarpsstöðin sem sýndi bara skemmtileg myndbönd, og allir skórnir sem ég keypti. Verð nú að fara að hreyfa mig meira og beita mig harðræði í súkkulaðiátinu, því nú er næstum kominn febrúar og það er allt að gerast! Jájá, vinnan hefst á morgun, eftir frí, og ég ætla líka í einn kúrs í heimspeki sem hefst í fyrramálið, og er hann kenndur á þýsku und alles! Bless í bili.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli