Ég kom að landi í dag, og fór beint með tréfótinn minn í viðgerð. Við sjóræningjafjölskyldan erum nú búin að vera að ræna ríka sjófarendur í nokkra mánuði, og svo drekkum við romm af stút á kvöldin. Óliver líkar bara vel við þetta sjóræningjalíf, enda eru báðir foreldrarnir sjóræningjar í fimm ættliði í beinan karl- og kvennlegg.Fékk svo tréfótinn viðgerðan (maðkétinn) og Elvar fékk krókinn brýndan, en hann kemur að góðum notum í ránsferðum. Arrrrr!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli