Leita í þessu bloggi

sunnudagur, janúar 08, 2006

kk,björk,múm,sigurrós,ghostigital,damon albarn,mugison,hjálmar og HAM. Þetta sá ég í gær, og fyrrtaldir voru allir frábærir. Missti af möggustínu, rass, dr.spock og damien rice því ég fór og fékk mér borgara. Skilst að maggastína og rass/dr.spock hafi staðið sig mjög vel. damien er náttúrulega bara ótrúlega ,,leim" tónlistarmaður og þarf ekki að fjölorða neitt um það. Þegar upp er staðið: Mjög skemmtilegt kvöld, frábærlega að þessum tónleikum staðið, mjög góð aðstaða til að ganga um og kaupa boli, merki og fá boðskapinn sem er svo sannur beint í æð. Ef allt fólkið sem mætti á tónleikana tekur boðskapinn til sín og fer út í þjóðfélagið harðákveðið í því að leggja sitt af mörkum til að stöðva stíflurnar er tilgangnum náð. Frábært framtak, og svo er bara að fara að mæta í mótmæli, rífa upp þennan doða sem íslenska þjóðin er þekkt fyrir. Við erum bara vön því að láta allt yfir okkur ganga, hvað sem það er. Í staðin þyrftum við að læra af frönsku þjóðinni, sem kann að segja stopp, hingað og ekki lengra. Frakkar fara í verkfall, þegar þeim er ofboðið. Þeir eru byltingarsinnar sem trúa því að þjóðfélagsþegnar hafi oft og tíðum jafnmikið um málefni þjóðarinnar að segja en fáir útvaldir stjórnmálamenn. Ég held að við Íslendingar neyðumst til að fara að ráðum Frakka, því okkar stjórnmálamenn eru bara hreinlega að klúðra þessu...

Engin ummæli: