Leita í þessu bloggi
laugardagur, mars 25, 2006
12 bönd komin í úrslit músó, og þau eru mjög fjölbreytt og skemmtileg. nú fær dómnefndin frí í viku, til að hvíla eyrun. það var samt ótrúlega gaman að mæta öll kvöld í þessari vinnuviku upp í loftkastala og hreinlega drekka í sig einlæga tóna ungs tónlistarfólks. ég er sátt, og hlakka til úrslitanna. veit ekki alveg hvað mig langar mest að gera á morgun. soldið langt síðan ég fór að gefa öndunum, ætti kannski að drífa mig niður á tjörn. þarf allavega að gera eitthvað spennandi og nýstárlegt. ætla ekki á árshátíð rúv, of dýrt og svo kemur bara árshátíð eftir þessa árshátíð. mig langar í pikknikk, með samlokukörfu og heitt kakó og kaffi á brúsum. það er skemmtilegra en árshátíð, því þá geta allir fjölskyldumeðlimir (sem nenna) komið með, og þá þarf heldur ekkert að vera neitt fram á nótt, heldur er bara hægt að velja sér tíma sem er góður. mér finnst gott þegar hægt er að velja sér tíma. vont að verða að vaka þegar ég vil ekki vaka, alveg eins og það er vont að verða að fara að sofa þegar mann langar að vaka. núna er ég vakandi, alein í stofunni, klukkan tæplega tvö að nóttu. mig langar ekki að sofa, en það er í lagi, því það er enginn að senda mig í rúmið. forrréttindi fullorðinna eru takmarkalaus...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli