Leita í þessu bloggi
föstudagur, mars 31, 2006
Já það er margt að gerast, bæði í raunheimum og draumaheimum. Voða skemmtilegt námskeið í gærkvöldi, og úrslitakvöld Músiktilrauna í kvöld. Þetta er í raunheimum, sko. Í draumaheiminum í nótt dreymdi mig Tinnu (kirsuber), en hún var með sítt, agalega fallegt dökkt rennislétt hár, sem hún var búin að lita 3 eða 4 lokka í skærbláu, skærgulu, skærbleiku, og skærappelsínugulu, að mig minnir. Afskaplega fallegt hár, sem sé. Hún var mjög hávaxin, og ég þurfti alveg að horfa lengst upp til að horfa í augun á henni. Hún var að bjóða mér að koma og heimsækja sig í Amsterdam, en þar ætti hún heima. Jájá, Tinna mín. Ég er sko alveg búin að lesa bloggið þitt, en þetta er samt ótrúlegt!!!! Engar áhyggjur, ég er ekki að fara að "stalka" þig, alltaf að hugsa um þig. Reyndar er einn veggur heima hjá mér fullur af myndum af þér, en hei, það er nú bara mjög normal, er það ekki? Hahahahaahahhaahh. Góður draumur, maður. Og það sem enn betra er, góður dagur í dag! Farin í sund.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli