Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, mars 30, 2006

Óliver dreymir oft heilu kvikmyndirnar, og það eru lang-oftast Harry Potter eða Star Wars, og þá vaknar hann og segist hafa dreymt Harry Potter-draum í nótt. Nú er ég greinilega að ganga í gegn um eitthvað draumatímabil, því mig dreymdi örugglega einhvern heilan helling, og þar á meðal var kvikmynd sem ég mundi hver var þegar ég rumskaði í morgunsárið. Man að ég hugsaði: ,,Já, svona líður þá Óliver þegar hann vaknar og hefur nýlokið við að horfa á alla Harry Potter-myndina." Núna man ég engan vegin hvaða mynd þetta var. Eða...kannski dreymdi mig bara að ég var að dreyma kvikmynd og rumskaði og svo frv....Engin leið að vita. Draumarnir eru ekki á manns valdi eða undir manns stjórn. Eða eins og Tom Waits sagði: You're innocent when you dream.

Engin ummæli: