Leita í þessu bloggi

mánudagur, mars 27, 2006

Átök sem eru í gangi:
1. Ætla að blogga á hverjum degi.
2. Hjóla eitthvað á hverjum degi.
3. Spila á gítar á hverjum degi.
4. Hætta að borða nammi, nema á nammidögum.
5. Synda þrisvar í viku sem þýðir ca annan til þriðja hvern dag.
6. Drekka meira vatn.
7. Fara að halda Hypomnemata, sem er hugsanadagbók sem ég mun skrifa í á hverjum morgni.
8. Vakna klukkan 6, á undan öllum hinum í fjölskyldunni.

Átök 7 og 8 eru verkefni sem ég byrja á eftir mánaðarmót, því áður en þessi átök fara af stað þarf ég að vera búin að kaupa mér fallega og fína stílabók sem ég breyti í hugsanadagbók, og svoleiðis kostar pening. Ég hef gert þetta einu sinni áður, en það var í tengslum við heimspekikúrs sem ég tók hjá Róberti Haraldssyni. Þá einsetti ég mér að vakna klukkan 6, kveikja á kerti, og skrifa eitthvað á hverjum morgni. Það er ótrúlegt hvað bara þetta litla atriði gefur manni mikinn kraft og dug og dagurinn verður mun einbeittari. Í stað þess að vakna og lesa heiladauður fréttablaðið og slafra í sig sirjósinu, ætla ég að skrifa eitthvað fallegt, og lesa ljóð og heimspeki mér til innblásturs. Er þegar byrjuð að drekka meira vatn, og synda ca 3ja hvern dag, og ég hjólaði í vinnuna áðan, og ég tók einn gítarinn minn með í vinnuna svo ég get gutlað á hann milli verkefna. Með bloggið: Já það byrjar sem sé í dag. Ekkert hámark eða lágmark í bloggi samt, bara að gera síðuna að lifandi síðu sem andar á hverjum degi.
Takk.

Engin ummæli: