Leita í þessu bloggi
sunnudagur, mars 05, 2006
vúbbsasí, gleymdi að blogga á laugardegi, en það er nú strangt til tekið enn laugardagur hjá mér, þar sem klukkan er rúmlega 3 að nóttu og ég ekki farin að sofa eftir næturvaktina. jamm og jæja, verð bara að blogga aftur á eftir, sunnudagsblogg. annars var allt voða gott og gaman í dag, sem og flesta aðra daga. tók upp lag sem ég samdi í síðustu viku, það er soldið bítlalegt. ætla að vinna markvisst að demói með heiðusólóstöffi og svo bara fara að gera plötu því það er svo gaman. hellvar verður svo að fara að hrökkva í gír. það eru spennandi tímar framundan, sei sei já. vinir okkar frá albany, NY eru svo á leið í viku heimsókn bráðlega, og músiktilraunir hefjast líka von bráðar. það er svo von á einhverjum ósköpum af skemmtilegum hljómsveitum í apríl og mai og júní,....það er bara óskandi að maður hafi tíma og ráð á að sjá eitthvað af þessu. ég er spennt fyrir ray davies, iggy pop, deus, joönnu newson og roger waters, svo einhverjir séu nefndir. þetta eru allt snillingar. já eflaust ekki amalegt að sjá þetta glæsilega tónlistarfólk á sviði. jæja, góða nótt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli