Hjólaði út í Gróttu-vita áðan, og vitaskuld til baka. Tæplega klukkustundar útivera það. Ótrúlega hressandi, og endorfínflæðið var yndislegt...Djöfull er gott að hreyfa sig. Á árshátíðinni í gær var ég að rabba við einn borðfélaga um þorramat, og hann fór að tala um súrsaða selshreifa. Mig langar að smakka svoleiðis. Þetta er alveg fríkað, að borða selshreifana. Er það ekki eins og uggar á fiski?...Verð að prófa, og svo stefni ég á að bragða á skötu næstu þorláksmessu, hef aldrei smakka svoleiðis heldur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli