Leita í þessu bloggi
mánudagur, apríl 17, 2006
Alveg tekið á því í súkkulaðiáti og nammiáti, þriðja daginn í röð. Nú er endapunktur sukksins að hefjast, en ég leigði mér spóluna White noise, og keypti Doritos og Pepsi Max og nú ætla ég að eta, drekka og vera gladr. Á morgun er næst virkur dagur og ekki páskar og þá skal ég hætta að eta og drekka en ekki að vera gladr. Ég er þokkalega sátt við konfektpáskaeggið sem ég og Elvar splæstum í saman, það hefur staðist allar væntingar. Bara konfekt og málsháttur inní, enginn fúll og harður perubrjóstsykur eða hörð hlaup í poka eða neitt.... bara hardkor súkkulaði fyrir hardkor súkkulaðineytendur. Núna: Hljóðfælahryllingsmynd, review á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli