Leita í þessu bloggi

mánudagur, apríl 10, 2006

bjargaði nokkrum brúnum bönönum frá ruslafötunni með því að gera úr þeim bananabrauð. það er inni í ofni núna, vonandi verður það bragðgott. jáhemmiminn, barnið veikt og mamman að baka, þetta gerist ekki heimilislegra. nú kemur skárri helmingurinn bráðum heim og þá ætla ég að bregða mér í sund, áður en ég mæti í vinnuna. ég er bara ekki tilbúin í að mæta eins mygluð og krumpuð og ég er núna í vinnuna. þá verður nú gott að leggja sig í bleyti í heitum potti...

Engin ummæli: