Leita í þessu bloggi

sunnudagur, apríl 09, 2006

Nú er sunnudagur, og ef ég væri ekki svona ægilega þreytt eftir helgina myndi ég vera manneskja í að fara út að labba niður í bæ, endur og ís, eða bíó eða eitthvað svona barnastuð. Verð bara að reyna að hressa mig við. Hvað ætli þurfi marga kaffibolla til að laga hausverk, ofurþreytu og slappleika? Æ, ég nenni ekki að hella upp á kaffi þannig að þetta fellur um sjálft sig. Muppetshow í sjónvarpinu hans Ólivers, og hann er sáttur í bili. Annars er pilturinn sjálfur búinn að vera lasinn með hita, en virðist hressari í dag, bara nokkrar kommur. Spurning um að pína sig bara í bíó, ha? Inniskemmtun...og ég gæti kannski dottað. Hehehe, ég er sko ekki svona latt foreldri venjulega, bara of margir klukkutímar í vinnu síðan á miðvikudag. Bless, sex, klukkan kex

Engin ummæli: