Hvað skal segja? Í dag fékk ég mér smábarnaís og rólaði mér meðan ég borðaði hann. Ís er ekki nammi sko, þannig að ég er enn í nammibindindi nema á nammidögum. Í dag er ég jafnframt búin að labba smá, drekka vatn, spila á gítar, hlusta á dEUS, og skrifa 6 blaðsíður í Hypomnemata-hugsunarbókina mína. Samt náði ég ekki að vakna klukkan 6:00,...en það hlýtur að koma. Á morgun, segir sá lati. Ég rólaði samt, og það er sko algjör bónus. Þúsund bónusstig fyrir það alveg. Þetta er orðin svona smá leikur hjá mér. Bónusstig fyrir að gera það sem er hollt og gott og skemmtilegt og skapandi, mínusstig ef ég er stressuð, eða borða nammi, eða gleymi að gera eitthvað skemmtilegt. Játs.
Yatzy-kveðjur
Heiða
Engin ummæli:
Skrifa ummæli