Leita í þessu bloggi

föstudagur, apríl 07, 2006

Nú hef ég fréttir að færa. Held ég hafi fengið snert af reikeitrun í gær. Stóðum fremst við sviðið á dEUS og mig bara sveið í háls nef augu og svo fékk ég hausverk og hósta. Tárin láku og ég fékk brunatilfinningu í bringuna. Reikvélin var sko á allan tíman og blés beint þar sem við stóðum, og ekki var á það bætandi þar sem allir voru að reykja líka....úff. Ég bara gafst upp eftir hálfa tónleika og fór. dEUS er snilldarhljómsveit og ég hefði gjarnan viljað vera allan tíman. Í dag er ég með hausverk og smá hitavellu, og ekki laust við smá brunatilfinningu í bringu, og líka flökurt...Rugl segi ég. Hvílíkt rugl. Hlakka til þegar reykingar verða bannaðar á öllum skemmtistöðum, og vonandi verður notkun reikvéla bönnuð í leiðinni. Til að enda nú á glöðum og kátum nótum: Ég er að fara í Kringluna að fá lánuð föt til að vera pæja í Sjónvarpinu á morgun: Vúhú! Lifi pæjuföt, við rétt tækifæri. Hugsa að ég kaupi mér detox-drykk í heilsuhúsinu til að afreykja líkama minn...

Engin ummæli: