Leita í þessu bloggi
föstudagur, apríl 21, 2006
Næsta þema Næturvarðarins er Haust, því nú er sumardagurinn fyrsti og eini búinn, aftur komið haust, þangað til það kemur vetur. Nei, djók, auðvitað er alveg að koma sumar, ha er það ekki annars? En næsti þáttur er samt tileinkaður lögum sem innihalda orðin Haust, Fall, Autumn, Herbst, L'automn eða hvernig sem maður segir þetta á hinum ýmsustu tungumálum. Ligg hér að tjilla (með kisu), að velta því fyrir mér að skella mér í smá sund, (ekki með kisu). Svo kallar safnadeild útvarpshússins á mig, enda fyrirhuguð mikil hlustun á haustlögum. Tillögur berist strax í kommentakerfið. Að hika er sama og að tapa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli