Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumardagurinn fyrsti reyndist meira eins og sumardagurinn einn og hálfur. Ég og Óliver mættum í vinnu upp í útvarp og unnum smá, fórum svo í hádegismat, svo fórum við að skemmta fyrir börnin og foreldra þeirra á Þjóðminjasafninu. Þar vann Óliver sem lífvörður minn, gítarrótari, sérlegur ráðgjafi og dansari og fékk að launum kakó og pönsu frá Þjóðminjasafninu. Síðan kíktum við í heimsókn til Sverris, Láru, Írenu og Aþenu og eftir að hafa komið aðeins við heima og borðað kvöldmat fórum við öllsömul fjölskyldan í heimsókn til Magga Axels, Önnu og Bríetar. Þar var horft á Futurama og tjillað. Ótrúlega góð byrjun á vonandi enn betra sumri.

Engin ummæli: