Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, maí 23, 2006

Þetta er náttúrulega bara fyrir neðan allar hellur, að blogga svona lítið. Nóg að gerast allavega. Ian Anderson í kvöld, spila á Ísafirði á morgun. Klukkustundarþáttur milli hálf-átta og hálf-níu um nei í dag og um já á morgun. Yndislegt líf í faðmi fjölskyldunnar, með fyndnasta brandarakarli sögunnar, Óliver Elvarssyni, á hverjum einasta degi. Hann klippir alls sem birtist um Lordi út úr blöðunum og hengir upp á veggi. Syngur með ,,rokkenrólhalelúja". DaVinci-code stórbrotin, ætla aftur! Ótrúlega mikið af góðri tónlist berst mér til eyrna. Svei mér þá, þetta er bara betra en best.

Engin ummæli: